Órói innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:50 Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga. Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga.
Lögreglumál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira