Innlent

Sveik út vörur fyrir tæpar tvær milljónir króna

Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/365
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um umfangsmikil fjársvik. Maðurinn sveik út vörur fyrir fyrir tæpar tvær milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu með því að segjast hafa heimild til að eiga viðskipti í nafni fyrirtækis sem hann tengdist þó á engan hátt.

Til að mynda fékk maðurinn afhent bensín-inneignarkort hjá N1 en hann sagðist vera sækja kortið í umboði fyrirtækisins. Hann tók svo út vörur í verslunum N1 á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 100 þúsund krónur á innan við tveimur klukkutímum.

Þá blekkti maðurinn einnig starfsmenn Olís á höfuðborgarsvæðinu og tók út vörur og þjónustu fyrir rúmlega 800 þúsund krónur á  mánaðartímabili. Maðurinn kvittaði ávallt undir reikningana með eigin nafni.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en lögreglustjórinn fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir fjársvikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×