Fótbolti

Sif barnshafandi og verður ekki meira með í undankeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif hefur verið í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins undanfarin ár.
Sif hefur verið í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/bára

Sif Atladóttir er barnshafandi og leikur því ekkert með íslenska landsliðinu eða Kristianstad á þessu ári.

Hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sif á fyrir eina dóttur sem fæddist 2015.



Sif hefur leikið 82 A-landsleiki. Hún lék síðast með landsliðinu gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 á síðasta ári. Sá leikur vannst, 0-6.

Ísland er í 2. sæti F-riðils undankeppni EM með níu stig af níu mögulegum. Liðið á fimm leiki eftir í undankeppninni og ljóst er að Sif missir af þeim öllum.

Íslenska landsliðið hefur leik á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Ísland mætir Norður-Írlandi klukkan 14:00.

Sif hefur verið í herbúðum Kristianstad frá 2011. Þar leikur hún undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×