Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Samúel Karl Ólason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2014 16:41 Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira