Starfsmenn stjórnarráðsins þekkja ekki siðareglurnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer fyrir ríkisstjórninni. Forveri hans samþykkti siðareglurnar. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum. Alþingi Lekamálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira