„Nei, ekki að þessu sinni en við verðum allar á staðnum,“ svarar hún. „Vinnustofurnar verða með öðru yfirbragði en þegar við tökum á móti gestum á Degi myndlistar í byrjun nóvember. Þá mótum við, rennum eða glerjum muni, erum sem sagt í vinnunni.“
Leirlistakonurnar eru Áslaug Höskuldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. „Við vinnum mjög ólíkt þó við séum með svipaða grunnmenntun.

Margir þættir myndlistar skarast í leirvinnslunni að sögn Ingunnar Ernu. Því þykir þeim stöllum gott að vera í SÍM-húsinu og geta deilt kunnáttu sinni og hugmyndum.
„Það er frábært að geta spjallað saman um tækni, heimslistina og menningarmál almennt því í húsinu eru 50 vinnustofur og auk þess gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn og samgangur á milli,“ segir Ingunn Erna.
Í dag verður opið hjá listakonunum milli 16 og 20 og á morgun og sunnudag milli 12 og 16. Reynir Jónasson ætlar að mæta með harmóníkuna klukkan 18 í dag og leika ljúfa tóna.