Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 08:54 Hermenn og verktakar unnu enn hörðum höndum að því að setja upp sjúkrarýmin í síðustu viku. Vísir/EPA Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. Bráðabirgðaspítalinn sem er á bökkum Thamesánnar í Lundúnum ber nafnið NHS Nightingale. Hann mun búa yfir fjögur þúsund sjúkrarýmum og áttatíu gjörgæslurýmum í byggingu sem hýsti áður sýninga- og ráðstefnuhöllina ExCeL London. Að sögn breska miðilsins Sky News telst nýi spítalinn þar með hafa stærstu gjörgæslu í heimi. Spítalinn verður vígður af Karli Bretaprins síðar í dag, einungis tveimur vikum eftir að vinna hófst við að útbúa hann. Hermenn, trésmiðir og sjálfboðaliðar eru sagðir hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur til þess að tryggja að bráðabirgðaúrræðið verði tilbúið til notkunar á mettíma. Karl Bretaprins, sem greindist með kórónuveiruna og lauk einangrun á dögunum, mun vígja spítalann í streymi frá heimili sínu í Birkhall í Skotlandi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, verður meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina í eigin persónu. Hann hefur sömuleiðis nýlokið einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Alls hafa rétt yfir 34 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bretlandi samkvæmt talningu Johns Hopkins háskóla. 2.926 hafa þar nú látið lífið af völdum veirunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42 Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46
Dauðsföllum fjölgar hratt í Bretlandi Dauðsföllum vegna nýju kórónuveirunnar fjölgaði um 381 í Bretlandi á síðasta sólarhring. Það samsvarar 27 prósenta fjölgun þar sem heildarfjöldi látinna er nú 1.808. 31. mars 2020 15:42
Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. 29. mars 2020 17:37