Innlent

Annarr fær grænt ljós hjá Mannanafnanefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta barn gæti orðið Annarr. Mynd/ Getty.
Þetta barn gæti orðið Annarr. Mynd/ Getty.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Annarr og hefur nafnið fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar frá 27. apríl sem birtur var í dag. Þá samþykkti mannanafnanefnd einnig nöfnin Jane og Denis.

Nafnið beygist svo: Annarr - Annar - Annari - Annars, en framburður nafnsins er sá sami í nefnifalli og þolfalli, rétt eins og Héðinn er borið fram eins og Héðin í þolfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×