Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2018 16:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir samstarfsörðugleika í þingflokknum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, treystir því að sættir náist. Mynd/samsett „Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira