Segir samstarfsörðugleika innan þingflokksins ekki stórmál Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2018 16:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir samstarfsörðugleika í þingflokknum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, treystir því að sættir náist. Mynd/samsett „Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það hafa nú oft verið skiptar skoðanir innan Vinstri Grænna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Við erum hreyfing sem hefur það aðalsmerki að fólk talar opinskátt um sinn ágreining. Ég hef nú setið á þingi í tíu ár og hef séð ýmislegt í þeim efnum þannig að þetta er nú kannski ekki stórmál. Ég held að við leysum bara úr þessu.“ Fréttastofa kannaði viðbrögð forsætisráðherra vegna ummæla Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri Grænna, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún sagði að ekkert uppgjör hafi átt sér stað innan þingflokksins eftir að þingmenn flokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Sjá: „Reyna að draga úr spennu á þingflokksfundi VG í næstu viku“ „Það er óhætt að segja að samskiptin eru erfið innan þingflokksins. Það er ekkert sérstaklega við mig frekar en aðra en þau eru svolítið erfið og hafa verið það og það er ekkert nýtt. Það er óhætt að segja að frá upphafi hefur þetta verið pínulítið þyngra en við höfum átt að venjast fram til þessa,“ sagði Bjarkey í samtali við Fréttablaðið. Áhrifafólk innan hinna stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji nú 33 þingmenn eftir að Rósa Björk og Andrés Ingi kusu með vantrausti. Katrín tekur ekki alveg í sama streng og ítrekar að hún treysti því að hreinskiptar samræður geti leyst málin. „Það er ólík menning á milli ólíkra stjórnmálaflokka. innan okkar hreyfingar er rými fyrir ólíkar skoðanir. Ég hef fulla trú á að við leysum úr þessum málum eins og öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Katrín. Fréttablaðið greindi einnig frá því að Bjarkey Olsen hafi gert tilraun til að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk sem stödd er erlendis. Bjarkey hafi gert það að Rósu forspurðri. „Já, ég reyndi að gera það, ég hélt að það væri samkomulag um það því hún væri úti á vegum þingsins. En hún afturkallaði það,“ sagði Bjarkey. „Hún var ósátt og fannst ég taka fram fyrir hendurnar á sér sem er að mörgu leyti rétt. Ég taldi hins vegar bara að það væri samkomulag um annað. Það voru kannski mistök af minni hálfu.“ Í þessu samhengi segir Katrín að flokkurinn hafi haft uppi ákveðið vinnulag hvað innköllun varamanna varðar. Hún segir að það verði tekið fyrir á vettvangi þingflokksins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira