Ungt fólk drekkur Þórberg í sig 12. maí 2011 08:00 Í ritinu Að finna undraljós má finna safn greina um Þórberg Þórðarson. Bergljót Kristjánsdóttir, annar ritstjóra verksins, segir að enn sé stöðugt verið að gera nýjar uppgötvanir á höfundarverki Þórbergs. Greinasafnið Að skilja undraljós kom út í fyrra en fór ekki í dreifingu fyrr en nú. Það inniheldur sextán greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni. Flestar eiga þær rætur í fyrirlestrum frá 2008 þegar þess var minnst í Háskóla Íslands og á Þórbergssetri í Suðursveit, að 120 ár voru liðin frá fæðingu þessa sérstæða höfundar. Hjalti Snær Ægisson og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritstýrðu safninu, sem Bergljót segir að sé um margt í anda Þórbergs. „Að því leyti að það er horft á hann frá ýmsum sjónarhornum, ekki bara þröngt svið akademíunnar,“ segir hún. Höfundarverk Þórbergs gekk í endurnýjun lífdaga á áratugnum sem leið og má það eflaust ekki síst þakka bókum Péturs Gunnarssonar um skáldið, sem og þeim aukna krafti sem hljóp í rannsóknir til dæmis í sambandi við 120 ára afmæli þess. Bergljót segir að upp úr dúrnum hafi komið að Þórbergur eigi sérstaklega upp á pallborðið hjá ungu fólki í dag. „Ungt fólk drekkur hann í sig. Ég held að það sé rétt sem Pétur Gunnarsson segir að þegar Þórbergur skrifaði Suðursveitarbækurnar, var hann að fjalla um samfélag sem samtíðarmenn hans þekktu og þótti því ekkert merkilegt að fá lýsingu á. Hins vegar stendur ungt fólk nú til dags uppi með lýsingar af samfélagi sem það ætti ekki ef Þórbergs nyti ekki við.“ Bergljót segir yngra fólk einnig lesa í verk Þórbergs með öðrum hætti en þeir eldri. „Það má til dæmis lesa í greinum Atla Antonssonar og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, sem bæði lesa hann í ljósi erlendra áhrifa en eru ekki föst í gömlu klisjunum um að Þórbergur hafi verið þessi þjóðlegi og allt að því sjálfskapaði snillingur.“ Benedikt Hjartarson setur Þórberg einnig í erlent samhengi og sýnir hvernig jaðarþjóðir í Evrópu komust í tengsl við framúrstefnuhreyfingar í gegnum eseperanto. „Það er leið sem engum hafði dottið í hug.“ Kristján Eiríksson ritar grein um Þórberg og esperanto en hann hefur þýtt efni sem Þórbergur skrifaði á því máli. „Og þess er beðið með mikilli eftirvæntingu,“ segir Bergljót, „því í ljós kemur að á fjórtán ára tímabili, sem gjarnan hefur verið álitið eyða í hans höfundarferli, var Þórbergur sískrifandi á esperanto.“ Rannsóknum og nýjum uppgötvunum er því síst lokið að sögn Bergljótar. „Til dæmis er Soffía Auður Birgisdóttir með stóra bók í smíðum um Þórberg, sem ég vona að komi út á þessu ári.” bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í ritinu Að finna undraljós má finna safn greina um Þórberg Þórðarson. Bergljót Kristjánsdóttir, annar ritstjóra verksins, segir að enn sé stöðugt verið að gera nýjar uppgötvanir á höfundarverki Þórbergs. Greinasafnið Að skilja undraljós kom út í fyrra en fór ekki í dreifingu fyrr en nú. Það inniheldur sextán greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni. Flestar eiga þær rætur í fyrirlestrum frá 2008 þegar þess var minnst í Háskóla Íslands og á Þórbergssetri í Suðursveit, að 120 ár voru liðin frá fæðingu þessa sérstæða höfundar. Hjalti Snær Ægisson og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritstýrðu safninu, sem Bergljót segir að sé um margt í anda Þórbergs. „Að því leyti að það er horft á hann frá ýmsum sjónarhornum, ekki bara þröngt svið akademíunnar,“ segir hún. Höfundarverk Þórbergs gekk í endurnýjun lífdaga á áratugnum sem leið og má það eflaust ekki síst þakka bókum Péturs Gunnarssonar um skáldið, sem og þeim aukna krafti sem hljóp í rannsóknir til dæmis í sambandi við 120 ára afmæli þess. Bergljót segir að upp úr dúrnum hafi komið að Þórbergur eigi sérstaklega upp á pallborðið hjá ungu fólki í dag. „Ungt fólk drekkur hann í sig. Ég held að það sé rétt sem Pétur Gunnarsson segir að þegar Þórbergur skrifaði Suðursveitarbækurnar, var hann að fjalla um samfélag sem samtíðarmenn hans þekktu og þótti því ekkert merkilegt að fá lýsingu á. Hins vegar stendur ungt fólk nú til dags uppi með lýsingar af samfélagi sem það ætti ekki ef Þórbergs nyti ekki við.“ Bergljót segir yngra fólk einnig lesa í verk Þórbergs með öðrum hætti en þeir eldri. „Það má til dæmis lesa í greinum Atla Antonssonar og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, sem bæði lesa hann í ljósi erlendra áhrifa en eru ekki föst í gömlu klisjunum um að Þórbergur hafi verið þessi þjóðlegi og allt að því sjálfskapaði snillingur.“ Benedikt Hjartarson setur Þórberg einnig í erlent samhengi og sýnir hvernig jaðarþjóðir í Evrópu komust í tengsl við framúrstefnuhreyfingar í gegnum eseperanto. „Það er leið sem engum hafði dottið í hug.“ Kristján Eiríksson ritar grein um Þórberg og esperanto en hann hefur þýtt efni sem Þórbergur skrifaði á því máli. „Og þess er beðið með mikilli eftirvæntingu,“ segir Bergljót, „því í ljós kemur að á fjórtán ára tímabili, sem gjarnan hefur verið álitið eyða í hans höfundarferli, var Þórbergur sískrifandi á esperanto.“ Rannsóknum og nýjum uppgötvunum er því síst lokið að sögn Bergljótar. „Til dæmis er Soffía Auður Birgisdóttir með stóra bók í smíðum um Þórberg, sem ég vona að komi út á þessu ári.” bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira