Leicester rifjar upp mark Jóhannesar Karls frá miðju: „Betra en hjá Beckham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 23:30 Jóhannes Karl lék með Leicester í tvö ár, tæplega 80 leiki. vísir/getty Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga. Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga.
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira