Erlent

Bannað að geraða í Flórída

Óli Tynes skrifar
Charlie Christ ríkisstjóri í Flórída, á ströndinni. Þetta er OK Charlie.
Charlie Christ ríkisstjóri í Flórída, á ströndinni. Þetta er OK Charlie.
Ráðamönnum í Flórída virðist hafa orðið á í messunni þegar þeir settu lög sem banna kynlíf með dýrum. Lykilorðið er dýr. Lögfróðir menn vestra segja að þótt talsverður munur sé á dýrinu homo sapiens og öðrum dýrum þá sé homo sapiens engu að síður dýr. Lögin feli því í sér að kynlíf sé með öllu bannað í sólskinsríkinu.

 

Þetta gæti gert strik í reikninginn hjá brúðhjónum en á eftir Nevada, það er að segja Las Vegas, er Flórída vinsælasti áfangastaður brúðhjóna. Lagasmiðirnir verja sig með því að segja að dómari myndi að líkindum túlka lögin þannig að þau nái aðeins til kynlífsathafna milli mennskra og ómennskra dýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×