Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 12:58 Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson boraði við Vestur-Grænland fyrir 2 árum. Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun; Exxon Mobil vilji á næstu árum leggja meiri áherslu á tiltölulega hagkvæma olíuvinnslu úr olíusandi fremur en mjög dýra og áhættusama olíuleit á heimskautasvæðum. Danska blaðið Berlingske Tidende og olíuviðskiptavefurinn Upstream hafa bæði greint frá þessu. Exxon Mobil hefur þegar skilað inn einu sérleyfi við Vestur-Grænland og er einnig sagt ætla að skila öðru leyfi til baka. Félagið hefur ekki staðfest þessa stefnubreytingu, aðeins sagt að það hafi ekki tekið þátt í síðasta útboði við Grænland og sé sem stendur ekki í olíuleit þar. Talsmaður Exxon Mobil undirstrikar þó að félagið sé áfram stór þátttakandi í starfsemi á öðrum heimskautasvæðum, þar á meðal í Kanada og Alaska, og einnig undan ströndum Rússlands, þar sem það áformi olíuboranir í Karahafi á næsta ári. „Þetta er fremur spurning um hvernig við forgangsröðum fjármunum til olíuleitar,“ hefur Upstream eftir talsmanni Exxon Mobil. Berlingske Tidende bendir á að í olíusandinum geti félögin gengið að olíunni nokkurn veginn vísri. Á Norðurslóðum, eins og við Austur- og Vestur-Grænland, þurfi þau hins vegar að gera ráð fyrir verja milljörðum dollara til olíuleitar án þess að vera viss um að finna einn einasta dropa. Þá segir Upstream að leitarkostnaður við Grænland hafi hækkað verulega vegna strangari öryggiskrafna landsins. Exxon Mobil er sem stendur þátttakandi í svokölluðum Kanumas-hópi, með olíurisum eins og Statoil, BP, Chevron og Shell, sem hefur forgang að sérleyfum við Austur-Grænland.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira