Innlent

Kanadamenn gættu Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél af þeirri gerð sem var hér við Ísland. Mynd/ afp.
Flugvél af þeirri gerð sem var hér við Ísland. Mynd/ afp.
Kanadamenn hafa lokið loftrýmiseftirliti hér við land. Þeir voru með fimm CF-18 Hornet vélar hér, sem komu í byrjun apríl og fóru í lok mánaðarins.

Varnarmálaráðuneytið í Kanada segir að með þátttöku Kanadamanna í loftrýmiseftirliti á Íslandi vilji Kanadamenn auka framlag sitt til varnarmála á vegum NATO. Þetta er í fyrsta sinn sem Kanadamenn sjá um loftrýmiseftirlit við Ísland.

Loftrýmiseftirlitið var ákveðið þegar bandaríski herinn fór af Keflavíkurflugvelli og hófst í maí 2008.

Þetta kemur fram á vefsíðu kanadíska varnarmálaráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×