Samrýnd og hittin systkini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2014 06:00 Tómas Heiðar Tómasson og Bergþóra Holton Tómasdóttir bregða á leik á dögunum. Vísir/Pjetur Tómas Heiðar Tómasson, 23 ára leikmaður karlaliðs Þórs úr Þorlákshöfn, og Bergþóra Holton Tómasdóttir, 20 ára leikmaður kvennaliðs KR, eiga fleira sameiginlegt en að hafa nýtt þriggja stiga skotin sín best af öllum leikmönnum Domino's-deildanna fyrir jól. Þau eru nefnilega systkini, börn Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, sem sjálf voru bæði A-landsliðsmenn á sínum tíma. Fréttablaðið hitti þessi hittnu systkini sem eru uppalin hjá Fjölni en skiptu bæði úr æskufélaginu þegar Fjölnisliðin féllu vorið 2013.Sumir með ákveðið forskot „Ég held að mikið af því sem tengist skothæfileikum sé eitthvað sem maður finnur og síðan pínu fæðist með. Það er alltaf hægt að bæta skotið meira og meira með því að æfa sig en sumir hafa kannski ákveðið forskot,“ segir Tómas Heiðar aðspurður hvort þetta sé í genunum. En hverju þakkar Bergþóra þessa góðu nýtingu? „Það fyrsta sem mér dettur í hug eru góðar skotæfingar frá því ég var lítil, hef alltaf verið með nokkuð gott skot. Annars er þetta bara æfing, skjóta nóg af þristum á æfingum og/eða fyrir og eftir æfingarnar,“ segir Bergþóra. Tómas hefur skorað 24 þrista og nýtt 50 prósent þriggja stiga skota sinna en Bergþóra hefur skorað 22 þrista og nýtt 39,3 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta er búið að vera mjög gott tímabil fyrir mig. Ég hef tek á mig aðeins meiri ábyrgð sóknarlega heldur en á síðasta tímabili eða bara áður í úrvalsdeildinni. Ég hef bara gaman af því,“ segir Tómas og hann hrósar liðsfélögum sínum: „Það skiptir miklu máli fyrir skotmenn að fá góð skot og það gerist bara þegar maður er með góða menn í kringum sig,“ segir Tómas. „Tímabilið byrjaði ekki alveg nógu vel hjá okkur KR-stelpunum, en við höfum bætt okkur með tímabilinu og verðum betri með hverjum degi. Ég er bjartsýn fyrir seinni hluta tímabilsins og mjög spennt,“ segir Bergþóra.Skemmtileg tilviljun Bergþóra og Tómas gleðjast bæði yfir góðu gengi hvort annars. „Þetta er skemmtileg tilviljun en svo er bara alltaf gaman þegar Tómasi gengur vel. Hann er búinn að eiga frábæra byrjun á tímabilinu og ég er mjög spennt að sjá hvað Þór kemst langt í deildinni þetta árið,“ segir Bergþóra. „Ég varð óvart góður skotmaður fyrst,“ rifjar Tómas upp í léttum tón. „Ég var alltaf langminnstur í yngri flokkunum og oft var það eina sem ég gat gert að skjóta til þess að skora. Ef ég fór inn í, þá var ég allt of lítill og allt of aumur til að klára eitthvað. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég varð góður skotmaður og svo fann maður það út þegar maður varð eldri að það hefur þvílíka kosti að vera góður skotmaður. Þá fór líka mikið af mínum æfingatíma í það að æfa skotið,“ segir Tómas. Tómas er að spila sitt fimmta tímabil í úrvalsdeildinni en hann vantar enn 109 þrista til að skora jafn margar þriggja stiga körfur og pabbi hans sem skoraði 290 í 319 leikjum frá 1981 til 2000. Bergþóra er komin fram úr mömmu sinni en hún hefur skorað samtals 78 þrista í 65 leikjum í úrvalsdeild. En hversu líkir leikmenn eru þau systkinin?Með svipaða takta „Ég myndi segja að við séum með svipaða takta inn á milli, en ólík á sinn hátt. Tómas er miklu betri varnarmaður og hefur alltaf verið en við erum greinilega bæði ágætar skyttur,“ segir Bergþóra í léttum tón og Tómas tekur undir þetta. „Ég held að við séum að mörgu leyti nokkuð svipaðir leikmenn. Ég treysti aðeins meira á skotið heldur en hún. Hún er á móti með aðeins betri boltatækni en ég, jafnhentari og getur því klárað meira með báðum höndum,“ segir Tómas. Bergþóra hrósar líka bróður sínum fyrir yfirvegun á vellinum. „Hann er yfirleitt mjög rólegur og yfirvegaður. Ekkert mikið fyrir að röfla í dómurum né öðrum leikmönnum,“ segir Bergþóra kímin.Kemur oft við eftir æfingar Þau segjast vera með mjög samrýnd og tala heilmikið saman um körfuboltann. „Við tölum mjög mikið saman. Ég á heima í Vesturbænum núna og Bergþóra kemur oft við hjá mér eftir æfingar. Við höfum oft rætt málin og þá erum við oft mikið að fara yfir andlegu hliðina, hvernig maður undirbýr sig fyrir leiki og hvernig hugsunarþátturinn þurfi að vera,“ segir Tómas. Foreldrar þeirra styðja líka vel við bakið á þeim. „Ég þarf ekki að leita langt til að fá ráðleggingar,“ segir Tómas og Bergþóra tekur undir það. „Foreldrar okkar eru mjög dugleg að mæta á leiki. Frá því að ég byrjaði í körfu þá held ég að ég hafi nánast alltaf haft annað hvort þeirra á leik hjá mér. Þau eru einnig mjög hjálpsöm eftir erfið töp og samgleðjast í sigurleikjum,“ segir Bergþóra. En hvort þeirra er betri skotmaður? „Ég, ég er rétthent. Nei, ég held að Tómas sé orðinn stöðugri skotmaður en ég, enda á ég þrjú ár til góða,“ segir Bergþóra létt að lokum.Fengu skotgengið frá pabba sínum Tómas Heiðar og Bergþóra Holton hafa körfuboltann í blóðinu enda voru báðir foreldrar á fullu í efstu deild á sínum tíma. Bergþóra er fljót að svara aðspurð að því hvort þau hafi fengið skotgenið frá mömmu eða pabba. „Pabba okkar – „ekki spurning“ segir mamma. Hann var mjög góður leikstjórnandi á sínum tíma og mjög stöðugur skotmaður,“ segir Bergþóra. „Pabbi var leikstjórnandi og kannski líkari Bergþóru sem leikmaður. Fyrir utan líkamsburðina þá var hann í minningunni ekkert mjög líkur mér sem leikmaður. Hann var miklu meiri leikstjórnandi heldur en ég,“ segir Tómas. „Ég held að ég sé betri skytta en þau bæði. Eitt sem mamma hafði þegar hún var á fullu voru líkamlegir yfirburðir og hún var þvílíkur baráttuhundur. Ég held að það sé eitthvað sem hún hafði fram yfir mig og ég mætti kannski aðeins taka hana meira til fyrirmyndar og reyna að vera meira allt í öllu. Maður þarf að vera í svakalega góðu formi til þess að geta verið þannig leikmaður,“ segir Tómas. Tómas Holton spilaði stærsta hluta ferils síns með Val en hann var einnig spilandi þjálfari Skallagríms í nokkur ár. Anna Björk lék með ÍS en hún spilaði sjö A-landsleiki frá 1987 til 1989. Tómas spilaði 57 A-landsleiki, þann síðasta árið 1992. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson, 23 ára leikmaður karlaliðs Þórs úr Þorlákshöfn, og Bergþóra Holton Tómasdóttir, 20 ára leikmaður kvennaliðs KR, eiga fleira sameiginlegt en að hafa nýtt þriggja stiga skotin sín best af öllum leikmönnum Domino's-deildanna fyrir jól. Þau eru nefnilega systkini, börn Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, sem sjálf voru bæði A-landsliðsmenn á sínum tíma. Fréttablaðið hitti þessi hittnu systkini sem eru uppalin hjá Fjölni en skiptu bæði úr æskufélaginu þegar Fjölnisliðin féllu vorið 2013.Sumir með ákveðið forskot „Ég held að mikið af því sem tengist skothæfileikum sé eitthvað sem maður finnur og síðan pínu fæðist með. Það er alltaf hægt að bæta skotið meira og meira með því að æfa sig en sumir hafa kannski ákveðið forskot,“ segir Tómas Heiðar aðspurður hvort þetta sé í genunum. En hverju þakkar Bergþóra þessa góðu nýtingu? „Það fyrsta sem mér dettur í hug eru góðar skotæfingar frá því ég var lítil, hef alltaf verið með nokkuð gott skot. Annars er þetta bara æfing, skjóta nóg af þristum á æfingum og/eða fyrir og eftir æfingarnar,“ segir Bergþóra. Tómas hefur skorað 24 þrista og nýtt 50 prósent þriggja stiga skota sinna en Bergþóra hefur skorað 22 þrista og nýtt 39,3 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta er búið að vera mjög gott tímabil fyrir mig. Ég hef tek á mig aðeins meiri ábyrgð sóknarlega heldur en á síðasta tímabili eða bara áður í úrvalsdeildinni. Ég hef bara gaman af því,“ segir Tómas og hann hrósar liðsfélögum sínum: „Það skiptir miklu máli fyrir skotmenn að fá góð skot og það gerist bara þegar maður er með góða menn í kringum sig,“ segir Tómas. „Tímabilið byrjaði ekki alveg nógu vel hjá okkur KR-stelpunum, en við höfum bætt okkur með tímabilinu og verðum betri með hverjum degi. Ég er bjartsýn fyrir seinni hluta tímabilsins og mjög spennt,“ segir Bergþóra.Skemmtileg tilviljun Bergþóra og Tómas gleðjast bæði yfir góðu gengi hvort annars. „Þetta er skemmtileg tilviljun en svo er bara alltaf gaman þegar Tómasi gengur vel. Hann er búinn að eiga frábæra byrjun á tímabilinu og ég er mjög spennt að sjá hvað Þór kemst langt í deildinni þetta árið,“ segir Bergþóra. „Ég varð óvart góður skotmaður fyrst,“ rifjar Tómas upp í léttum tón. „Ég var alltaf langminnstur í yngri flokkunum og oft var það eina sem ég gat gert að skjóta til þess að skora. Ef ég fór inn í, þá var ég allt of lítill og allt of aumur til að klára eitthvað. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég varð góður skotmaður og svo fann maður það út þegar maður varð eldri að það hefur þvílíka kosti að vera góður skotmaður. Þá fór líka mikið af mínum æfingatíma í það að æfa skotið,“ segir Tómas. Tómas er að spila sitt fimmta tímabil í úrvalsdeildinni en hann vantar enn 109 þrista til að skora jafn margar þriggja stiga körfur og pabbi hans sem skoraði 290 í 319 leikjum frá 1981 til 2000. Bergþóra er komin fram úr mömmu sinni en hún hefur skorað samtals 78 þrista í 65 leikjum í úrvalsdeild. En hversu líkir leikmenn eru þau systkinin?Með svipaða takta „Ég myndi segja að við séum með svipaða takta inn á milli, en ólík á sinn hátt. Tómas er miklu betri varnarmaður og hefur alltaf verið en við erum greinilega bæði ágætar skyttur,“ segir Bergþóra í léttum tón og Tómas tekur undir þetta. „Ég held að við séum að mörgu leyti nokkuð svipaðir leikmenn. Ég treysti aðeins meira á skotið heldur en hún. Hún er á móti með aðeins betri boltatækni en ég, jafnhentari og getur því klárað meira með báðum höndum,“ segir Tómas. Bergþóra hrósar líka bróður sínum fyrir yfirvegun á vellinum. „Hann er yfirleitt mjög rólegur og yfirvegaður. Ekkert mikið fyrir að röfla í dómurum né öðrum leikmönnum,“ segir Bergþóra kímin.Kemur oft við eftir æfingar Þau segjast vera með mjög samrýnd og tala heilmikið saman um körfuboltann. „Við tölum mjög mikið saman. Ég á heima í Vesturbænum núna og Bergþóra kemur oft við hjá mér eftir æfingar. Við höfum oft rætt málin og þá erum við oft mikið að fara yfir andlegu hliðina, hvernig maður undirbýr sig fyrir leiki og hvernig hugsunarþátturinn þurfi að vera,“ segir Tómas. Foreldrar þeirra styðja líka vel við bakið á þeim. „Ég þarf ekki að leita langt til að fá ráðleggingar,“ segir Tómas og Bergþóra tekur undir það. „Foreldrar okkar eru mjög dugleg að mæta á leiki. Frá því að ég byrjaði í körfu þá held ég að ég hafi nánast alltaf haft annað hvort þeirra á leik hjá mér. Þau eru einnig mjög hjálpsöm eftir erfið töp og samgleðjast í sigurleikjum,“ segir Bergþóra. En hvort þeirra er betri skotmaður? „Ég, ég er rétthent. Nei, ég held að Tómas sé orðinn stöðugri skotmaður en ég, enda á ég þrjú ár til góða,“ segir Bergþóra létt að lokum.Fengu skotgengið frá pabba sínum Tómas Heiðar og Bergþóra Holton hafa körfuboltann í blóðinu enda voru báðir foreldrar á fullu í efstu deild á sínum tíma. Bergþóra er fljót að svara aðspurð að því hvort þau hafi fengið skotgenið frá mömmu eða pabba. „Pabba okkar – „ekki spurning“ segir mamma. Hann var mjög góður leikstjórnandi á sínum tíma og mjög stöðugur skotmaður,“ segir Bergþóra. „Pabbi var leikstjórnandi og kannski líkari Bergþóru sem leikmaður. Fyrir utan líkamsburðina þá var hann í minningunni ekkert mjög líkur mér sem leikmaður. Hann var miklu meiri leikstjórnandi heldur en ég,“ segir Tómas. „Ég held að ég sé betri skytta en þau bæði. Eitt sem mamma hafði þegar hún var á fullu voru líkamlegir yfirburðir og hún var þvílíkur baráttuhundur. Ég held að það sé eitthvað sem hún hafði fram yfir mig og ég mætti kannski aðeins taka hana meira til fyrirmyndar og reyna að vera meira allt í öllu. Maður þarf að vera í svakalega góðu formi til þess að geta verið þannig leikmaður,“ segir Tómas. Tómas Holton spilaði stærsta hluta ferils síns með Val en hann var einnig spilandi þjálfari Skallagríms í nokkur ár. Anna Björk lék með ÍS en hún spilaði sjö A-landsleiki frá 1987 til 1989. Tómas spilaði 57 A-landsleiki, þann síðasta árið 1992.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum