Eigendur Múlakaffis og Dalsárróss reyndu að kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. Samkeppniseftirlitið samþykkti samrunann en salan gekk ekki eftir.
Formlegt söluferli Brúneggja hófst 12. desember 2016. Kynningarefni var sent til nokkurra aðila og bárust tilboð í fyrirtækið, meðal annars frá kaupendum. Kaupsamningur var undirritaður þann 28. desember 2016.
Í samtali við RÚV segir Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Arev, sem sá um sölu Brúneggja, að salan hafi ekki gengið eftir. Hann segist þó ekki getað gefið nánari upplýsingar um málið.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars að Brúnegg hafi orðið fyrir miklum ímyndarlegum skaða sem leiddi til þess að allar helstu dagvöruverslanir landsins lýstu því opinberlega yfir að þær væru hættar viðskiptum við fyrirtækið.
„Þá lýsti keppinautur fyrirtækisins því einnig yfir að hann væri hættur að kaupa af fyrirtækinu egg, sem hafði verið gert áður. Má af því leiða að rekstrargundvöllur Brúneggja, í núverandi mynd, sé brostinn.”
Brutu ítrekað lög um velferð dýra
Eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað hæna hjá fyrirtækinu þann 28. nóvember 2016 lýstu forsvarsmenn Bónuss, Krónunnar, Hagkaups og Melabúðarinnar því yfir að vörur Brúneggja yrðu ekki framar til sölu í verslununum.
Mál Brúneggja olli töluverðri hneykslan en í umfjöllun Kastljóss kom fram að Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla.
Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi.
Þá hefði loftið verið svo ammoníaksmettað að erfitt hefði verið að anda. Margt benti jafnframt til þess að fuglarnir hefðu fuglakóleru.
Viðskipti innlent
Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir
Tengdar fréttir
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum
Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið.
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum
Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina.
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“
Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi.
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning
Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun.
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum
Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015.
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun.
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði
Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti.