Enski boltinn

Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ayew-bræðurnir eru synir goðsagnarinnar Abedi Pele.
Ayew-bræðurnir eru synir goðsagnarinnar Abedi Pele. vísir/getty
Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa.

Swansea borgaði um fimm milljónir punda fyrir Ayew en Aston Villa fékk auk þess vinstri bakvörðinn Neil Taylor í skiptum fyrir Ayew.

Bróðir Ayews, André Ayew, spilaði með Swansea á síðasta tímabili. Hann kom frítt til velska liðsins og skoraði 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. André Ayew var svo seldur til West Ham fyrir 20 milljónir punda síðasta sumar.

Jordan Ayew, sem getur spilað sem framherji og á báðum köntunum, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Villa. Hann getur þó ekki byrjað að spila með liðinu fyrr en þátttöku Gana í Afríkukeppninni í Gabon lýkur. Gana mætir Kamerún í undanúrslitum á morgun.

Jordan Ayew, sem er 25 ára, kom til Villa frá Lorient fyrir síðasta tímabil. Hann skoraði 10 mörk í 58 leikjum fyrir Villa.

Þá lánaði Swansea kantmanninn Modou Barrow til Leeds United í gær. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Swansea hefur unnið tvo leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. Í gær skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark velska liðsins í 2-1 sigri á Southampton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×