Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:15 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Átta af þeim 26 sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum á þessu svæði, hinir voru á Norður-Ítalíu. vísir/getty Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Erlent Harður árekstur á Breiðholtsbraut Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Innlent Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Innlent Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Sjá meira
Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Erlent Harður árekstur á Breiðholtsbraut Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Innlent Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Innlent Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Hafði verið veðurtepptur á Sprengisandsleið í þrjá daga „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Skjálftar á Reykjanesi ekkert til að kippa sér upp við Kristrún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Sjá meira
„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36