Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í dag að spila sinn fyrsta hring á LPGA-mótaröðinni í golfi en þegar þetta er skrifað er hún tveimur höggum undir pari eftir tíu holur. Sannarlega frábær byrjun.
Ólafía er í ráshópi með tveimur stjörnum; Cheyenne Woods og Natalie Gulbis en hún er að spila betur en þær báðar sem stendur.
Í myndbandinu hér að ofan sem Páll Ketilsson tók fyrir Kylfingur.is tók má sjá Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA-mótaröðinni. Henni er fylgt frá fyrsta teig að fyrsta pútti.
Þar sést Natalie Gulbis kynna sig fyrir Ólafíu og kylfuberanum hennar og þá er Reykvíkingurinn kynntur til leiks með stæl áður en hún slær fyrsta höggið.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan en hér má fylgjast með gengi Ólafíu í beinni.
Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA
Tengdar fréttir

Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum.

Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum.