Innlent

OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Reynt er að hemja brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun.
Reynt er að hemja brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm
Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun.

Orkuveitan vill losna við að gefa út spár um styrk brennisteinsmengunar í andrúmslofti eins og fyrirtækið á að gera þegar útlit er fyrir að styrkurinn fari yfir tilkynningarmörk. Gasmengunin sem stafar frá gosinu í Holuhrauni er ekki brennisteinsvetni heldur brennisteinsdíoxíð.

Umhverfisráðuneytið segir OR telja að við þessar aðstæður geti upplýsingar um líklega útbreiðslu brennisteinsvetnis á áhrifasvæði verið misvísandi og að slíkar upplýsingar hafi takmarkaða þýðingu. Ráðuneytið hefur sent Umhverfisstofnun óskina til umsagnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×