Skyldu það vera ljóðajól? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. desember 2014 10:00 Þórdís Gísladóttir Ljóðabókaútgáfa stóð með miklum blóma á árinu sem fer að kveðja. Konur áttu þar stóran þátt og hver skáldkonan á fætur annarri sendi frá sér magnaðan skáldskap. Við grípum niður í nokkrar þessara ljóðabóka í tilraun til að endurspegla þá margbreytni sem ríkir í ljóðaútgáfunni.Haustlaufin yfir mér Víst væri gott að geta safnað saman völdum ævistundum og örfáum fölskum minningum líkt og haustlaufum sem leikskólabörn tína úti á túni. Þurrkað þær og slétt límt á stór pappaspjöld hengt á vegg horft á þær með öðru auganu eða báðum meðan skammdegið umvefur bæinn og fyrir löngu orðið leiðigjarnt að laumast með Facebook-veggjum. Þórdís Gísladóttir, VelúrFaðmlag Bara eitt faðmlag, það er nóg en í staðinn er búið að gera allt segja allt, ræða málin allt til dauða sofa hjá í svörtum nælonsokkum reyra korselettið gera við allt húsið mig langar bara í eitt faðmlag eitt faðmlag og hvíla þar styrkjast þar finna fyrir þér að þú getur eitthvað lítið. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Enginn dans við UfsaklettDrápa (brot) Stjörnur hafa fallið úr festingunni sáldrast yfir götur Brotin stingast eins og hnífsoddar upp úr mjöllinni Flugvél brýst út úr skýjunum strýkst við marglit þökin í miðbænum Í Reykjavík fellur nóttin með hvini eins og öxi Gerður Kristný, DrápaKOK (brot) við söfnum míniatúrum úr gleri hreyfum okkur eftir kerfi rífumst sjaldnar en flestir en þegar það gerist þegar það gerist það gerist gerist agnarsmáum dýrum úr gleri hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri fötin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Kristín Eiríksdóttir, KOKGleðilegt ár Árið kemur í frakka með spæl sem mér virðist löngu úr móð setur upp hanska úr fórum Harry Klein, ég segi: hættu nú alveg Spennan, kona, spennan,' hvíslar árið um hæl og stingur hnífi og þjóðsöng í vasann Torvelt að vita upp á hverju það tekur næst enginn hefur áður tekið viðlíka tilhlaup Sigurbjörg Þrastardóttir, Kátt skinn (og gloría)erindi enn koma farfuglarnir á hverju vori um langan veg kvikir eins og kompásnál með lífsins þyt í vængjaslætti komnir til að skapa himin í höfði þínu jörð í brjósti þínu ljós í hjarta þínu einu sinni enn Guðrún Hannesdóttir, Slitur úr orðabók fugla Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ljóðabókaútgáfa stóð með miklum blóma á árinu sem fer að kveðja. Konur áttu þar stóran þátt og hver skáldkonan á fætur annarri sendi frá sér magnaðan skáldskap. Við grípum niður í nokkrar þessara ljóðabóka í tilraun til að endurspegla þá margbreytni sem ríkir í ljóðaútgáfunni.Haustlaufin yfir mér Víst væri gott að geta safnað saman völdum ævistundum og örfáum fölskum minningum líkt og haustlaufum sem leikskólabörn tína úti á túni. Þurrkað þær og slétt límt á stór pappaspjöld hengt á vegg horft á þær með öðru auganu eða báðum meðan skammdegið umvefur bæinn og fyrir löngu orðið leiðigjarnt að laumast með Facebook-veggjum. Þórdís Gísladóttir, VelúrFaðmlag Bara eitt faðmlag, það er nóg en í staðinn er búið að gera allt segja allt, ræða málin allt til dauða sofa hjá í svörtum nælonsokkum reyra korselettið gera við allt húsið mig langar bara í eitt faðmlag eitt faðmlag og hvíla þar styrkjast þar finna fyrir þér að þú getur eitthvað lítið. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Enginn dans við UfsaklettDrápa (brot) Stjörnur hafa fallið úr festingunni sáldrast yfir götur Brotin stingast eins og hnífsoddar upp úr mjöllinni Flugvél brýst út úr skýjunum strýkst við marglit þökin í miðbænum Í Reykjavík fellur nóttin með hvini eins og öxi Gerður Kristný, DrápaKOK (brot) við söfnum míniatúrum úr gleri hreyfum okkur eftir kerfi rífumst sjaldnar en flestir en þegar það gerist þegar það gerist það gerist gerist agnarsmáum dýrum úr gleri hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri fötin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Kristín Eiríksdóttir, KOKGleðilegt ár Árið kemur í frakka með spæl sem mér virðist löngu úr móð setur upp hanska úr fórum Harry Klein, ég segi: hættu nú alveg Spennan, kona, spennan,' hvíslar árið um hæl og stingur hnífi og þjóðsöng í vasann Torvelt að vita upp á hverju það tekur næst enginn hefur áður tekið viðlíka tilhlaup Sigurbjörg Þrastardóttir, Kátt skinn (og gloría)erindi enn koma farfuglarnir á hverju vori um langan veg kvikir eins og kompásnál með lífsins þyt í vængjaslætti komnir til að skapa himin í höfði þínu jörð í brjósti þínu ljós í hjarta þínu einu sinni enn Guðrún Hannesdóttir, Slitur úr orðabók fugla
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp