Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 11:13 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira