Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 15:38 Myndin er samsett. Vísir/Tómas Guðbjartsson/Pjetur „Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira