Fótbolti

Ísland með Spánverjum í riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland verður með Spánverjum í riðli í undankeppni Evrópumeistaramóts U-21 liða en úrslitakeppnin fer fram á Ítalíu árið 2019.

Dregið var í morgun og var Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Spánverjar komu úr efsta styrkleikaflokki en Ísland drógst einnig í riðil með Slóvakíu, Albaníu, Eistlandi og Norður-Írlandi.

Sigurvegarar riðlanna níu fara beint í lokakeppnina í Ítalíu en tólf lið taka þátt í lokakeppninni. Ítalía fær þátttökurétt sem gestgjafi.

Síðustu tvö sætin verða í boði í umspili þeirra fjögurra liða sem bestum árangri ná í öðru sæti sinna riðla.

Fyrstu leikir undankeppninnar fara fram í mars og lýkur í október árið 2018. Umspilið fer fram mánuði síðar.

Leikjaniðurröðun í riðli Íslands liggur enn ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×