Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 19:46 Arkady Babchenko á blaðamannafundi í dag. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum. Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum.
Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05