Svandís þá og Svandís nú Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 14:21 Svandís Svavarsdóttir í stjórnarandstöðu fyrir fáeinum árum horfir undrandi á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra dagsins í dag. visir/anton/vilhelm „Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49