Enski boltinn

Vatns­brúsi hjálpaði Norwich í víta­spyrnu­keppninni í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar

Norwich er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í gær og þar kom vatnsbrúsi Tim Krul að góðum notum.

Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem þeir gulklæddu tryggðu sig áfram.



Þar kom hollenski markvörðurinn Tim Krul til bjargar en hann varði síðustu vítaspyrnu Tottenham. Hann las þá spyrnu Gedson Fernandes og varði Norwich áfram.

Það kom svo síðar í ljós að brúsi Krul var allur út í glósum um hvar leikmenn Tottenham myndu væntanlega skjóta boltanum. Alvöru heimavinnna þarna sem skilaði sæti í undanúrslitum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×