End of the Road með Boyz II Men Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 11. maí 2020 11:00 Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar