Viðskipti innlent

Ætluðu að skila betri afkomu á afmælisári

Sterk staða íslensku krónunnar á meðal annars þátt í lægri hagnaði Icelandair nú en í fyrra. 
Fréttablaðið/GVA
Sterk staða íslensku krónunnar á meðal annars þátt í lægri hagnaði Icelandair nú en í fyrra. Fréttablaðið/GVA

Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair, segir í skoðun að gera upp í annarri mynt en íslensku krónunni. Sterk staða hennar nú spili stóra rullu í verri afkomutölum.

„Við erum sæmilega ánægð með niðurstöðuna en ekki meira en það," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi. Síðasta ár var það besta í sögu félagsins, sem fagnar sjötíu ára afmæli á þessu ári. Stefnt var að þvi að gera betur á afmælisárinu en Jón Karl sagði ljóst að þau markmið náist ekki.

Hagnaður nam 2,1 milljarði króna á fjórðungnum samanborið við 2,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Greiningardeildir höfðu hins vegar reiknað með á bilinu 2,6 til rétt rúmlega þriggja milljarða króna hagnaði á tímabilinu. Hagnaður á hlut lækkar sömuleiðis á milli ára og nemur 2,28 krónum samanborið við 2,51 krónu á sama tíma í fyrra.

Sterk staða krónunnar spilar stóra rullu í verri afkomutölum Icelandair nú en í fyrra og sagði Jón Karl í skoðun að gera upp í annarri mynt en krónum. Hvaða mynt verði ofan á sé vandamál þótt bandaríkjadalur skipi stærstan sess í tekju- og útgjaldaliðum félagsins. „Málið er allt á frumstigi," sagði Jón. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×