Fótbolti

Rútubílstjóri Dortmund tekinn af löggunni á leið með liðið út á flugvöll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Borussia Dortmund fagna marki.
Leikmenn Borussia Dortmund fagna marki. Mynd/AP
Þýsku meistararnir í Borussia Dortmund mæta franska liðinu Marseille á útivelli í Meistaradeildinni á morgun en ferðalagið til Frakklands byrjaði ekki vel í morgun.

Rútubílstjóri Dortmund var nefnilega tekinn af lögreglunni fyrir of hraðann akstur þegar hann var að keyra liðið út á flugvöllnn í Dortmund. Flugvélin fór af þessum sökum 35 mínútum og seint í loftið.

Rútubílstjórinn hafði mætt of seint á æfingasvæði Dortmund og þurfti því að keyra rösklega út á flugvöll. Dortmund-hópurinn er nú lentur í Marseille og menn þar á bæ brostu bara af öllu saman í viðtölum við fjölmiðla á flugvellinum.

Borussia Dortmund gerði 1-1 jafntefli við Arsenal í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en Marseille vann 1-0 útisigur á gríska liðinu Olympiacos. Leikur liðanna fer fram á Stade Vélodrome í Marseille á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×