Lífið

Rod Stewart ákærður fyrir líkamsárás

Andri Eysteinsson skrifar
Stewart er orðinn 74 ára gamall.
Stewart er orðinn 74 ára gamall. Getty/Samir Hussein

Breski söngvarinn Rod Stewart hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa slegið til öryggisvarðar á The Breakers hótelinu í Palm Beach í Flórída.

Mirror greinir frá að söngvarinn sem er 74 ára gamall hafi ásamt syni sínum, Sean Stewart reynt að komast inn í einkasamkvæmi sem fór fram á barnaleiksvæði Breakers hótelsins.

Á öryggisvörðurinn, Jessie Dixon, að hafa beðið feðgana um að yfirgefa svæðið þar sem að þeir hafi verið með læti.

Í lögregluskýrslu segir að Sean Stewart hafi þá reiðst og verið ógnandi. Eftir að öryggisvörðurinn ýtti Stewart frá sér hrinti Sean Stewart til baka áður en að faðir hans, Rod Stewart steig fram og kýldi Dixon í bringuna.

Stewart hefur nú verið gert að mæta í réttarsal í byrjun febrúar. Við skýrslutöku eftir atvikið sagði söngvarinn að öryggisvörðurinn Dixon hafi átt upptökin þar sem að hann byrjaði að rífast við fjölskyldu Stewart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.