Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 20:53 Kísilverið sem United Silicon reisti í Helguvík er núna í eigu félags Arion-banka, Stakksbergs ehf. VÍSIR/VILHELM Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28