Lífið

Hlýtur verðlaun fyrir kímnigáfu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Eddie Murphy kom fyrst fram á sjónarsviðið í kring um árið 1980.
Eddie Murphy kom fyrst fram á sjónarsviðið í kring um árið 1980. Vísir/Getty
Leikarinn góðkunni Eddie Murphy hlýtur Kennedy Center's 2015 Mark Twain verðlaunin sem veitt eru fyrir kímnigáfu.

Verðlaunin verða afhent þann 18. október næstkomandi, það hefur því verið tilkynnt um verðlaunin með talsverðum fyrirvara en þetta er í átjánda sinn sem þau eru veitt.

Murphy hefur komið víða við, leikið í fjölmörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, talsett fjölda kvikmynda, haldið uppistönd og leikstýrt auk þess sem hann er söngvari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×