Innlent

Fyrsta kórónusmitið sagt staðfest á Suðurlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn sem er smitaður er sagður í heimaeinangrun í sumarbústað. Myndin er úr safni.
Maðurinn sem er smitaður er sagður í heimaeinangrun í sumarbústað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur verið staðfest á Suðurlandi. Umdæmislæknir sóttvarna segir að karlmaður sem er smitaður sé í heimaeinangrun í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu og fjórir einstaklingar sem tengist honum séu í sóttkví.

Sunnlenska hefur eftir Hirti Kristjánssyni, sóttvarnalækni í suðurumdæmi, að fólkið hafi verið í skíðaferðalagi erlendis eins og allir aðrir sem hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi.

Alls segja heilbrigðisyfirvöld að 34 séu nú smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómnum á Íslandi. Ekki er skýrt hvort að tilfellið á Suðurlandi sé inni í þeirri tölu. Smitin hafa verið rakin til ferðalaga Íslendinga á Ítalíu og í Austurríki.

Ekki náðist í Hjört strax við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

34 smitaðir á Íslandi

Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×