Fótbolti

Kolbeinn á skotskónum fyrir Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn skoraði fyrir Ajax.
Kolbeinn skoraði fyrir Ajax. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum fyrir Ajax sem vann 2-0 sigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Kolbeinn, sem hefur glímt við mikil meiðsli á tímabilinu, skoraði fyrra mark Ajax, en hann skoraði það á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þetta var sjöunda mark Kolbeins á tímabilinu.

Lucas Andersen bætti við öðru markinu fjórum mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0.

Ajax er í öðru sætinu, tíu stigum á eftir PSV sem er á toppnum. Heracles er í því fimmtánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×