Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 13:30 Skjáskot af Flightradar 24 sem sýnir hvernig flugvélin hringsólaði yfir suðvesturlandinu í gærkvöldi. Móa Hjartardóttir Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem flugferð frá helvíti. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. Unnur var meðal fjölda Íslendinga í flugi Norwegian frá Alicante klukkan 18:45. Sólríki staðurinn á Spáni er eftirsóttur dvalarstaður Íslendinga á þessum tíma árs og var vélin full af Íslendingum á heimleið eftir jólafrí og Spánverjum á leiðinni á kaldan klaka. „Fékk að upplifa verstu flugferð lífs mín í gærkvöldi og í nótt - af hverju leggja flugfélög af stað út í óveðurs-óvissu, sérstaklega þegar þau ráða ekkert við það? Ég er enn með titr og tár - og söknuð að hafa ekki komist heim,“ sagði Unnur í færslu á Facebook. Birti hún með mynd af Flightradar 24 þar sem sjá má vélina hringsnúast yfir Reykjanesi áður en flogið var aftur frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia var flug Norwegian frá Alicante það eina sem lenti ekki á Keflavíkurflugvelli frá því eftir hádegi í gær. Enduðu á sama stað og þau byrjuðu „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Unnur og segir farir sínar ekki sléttar af flugferðinni. Allir Íslendingar í vélinni hafi hrist hausinn þegar niðurstaðan hafi verið að fljúga aftur frá Íslandi. „Þau tóku bara einhverja fjóra stóra hringi yfir Keflavíkurflugvelli í óveðursókyrrð. Fólk var farið að æpa í vélinni. Þetta var ógeðslegt. Við vissum ekki neitt. Þau létu okkur ekki vita af neinu. Þetta var flugferð frá helvíti.“ Það hafi verið undarleg tilfinning að svífa svona yfir Íslandi án þess að lenda. „Maður horfði á fulla tunglið, sólina og svo var heiðskír himinn en við fundum að það var rok. Íslendingar hugsuðu samt alveg að þetta væri ekkert rosalegt veður. Íslendingarnir hristu bara hausinn. Maður er svo vanur að þurfa aðeins að bíta bara á jaxlinn og anda djúpt þegar maður er að fljúga heim.“ Unnur ásamt manni sínum Jóni Tryggva í góðu yfirlæti á Spáni.Aðsend Ákveðið var að snúa við og var næst lent í Edinborg í Skotlandi. „Þar var fjölskylda með veikt barn sem þurfti að fara frá borði. Við þurftum að bíða í vélinni í tvo tíma í Edinborg,“ segir Unnur. Þaðan hafi svo verið flogið aftur til Alicante en ekki til Íslands. „Við enduðum á sama stað og við byrjuðum eftir tólf tíma í ókyrrð í vélinni.“ Óttaðist það versta Unnur telur ljóst að flugmennirnir hjá Norwegian hafi ekki kunnað á íslenska veðráttu. Þá hafi flugþjónarnir verið mjög ófagmannlegir. „Þeir voru bara að ræða fyrir framan alla í vélinni hvað þau ættu eiginlega að gera. Svo voru þau líka með stæla,“ segir Unnur og vísar til þess þegar fólk óskaði eftir svörum hvers vegna stefnan væri tekin aftur á Alicante í staðinn fyrir að fljúga til Íslands. Aftur var lent á Alicante klukkan sex í morgun hálfum sólarhring eftir brottför. „Þau ætla að reyna að fljúga aftur til Íslands í dag,“ segir Unnur. Veðurspáin sé hins vegar enn slæm og því ekkert víst hvað verði. „Það var illa staðið að þessu á alla vegu. Það voru allir hræddir líka. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af, og ég er ekki hrædd.“ Frestaði fluginu heim fram í mars Farþegum var boðið að þiggja far með flugi Norwegian frá Alicante í kvöld. „Þau bókuðu mig áfram í flug í kvöld en ég sagði bara nei takk. Fékk að breyta fluginu mínu frítt. Ég ætla bara að koma í mars þegar vetrardrottningin er búin að sleppa vetrartökunum á Íslandi.“ Unnur hefur verið búsett á Cabo Roig á Spáni með manninum sínum síðan í ágúst en kemur reglulega heim í vinnuferðir. „Ég ákvað að bíða aðeins með að gera það sem ég ætlaði að gera,“ segir Unnur. Þeim líður vel á Spáni. „Við erum að fíla þetta. Það er svo indælt að vera þar sem er blár himinn og enginn vindur. Ekkert áreiti af veðri. Það veitir manni svo mikla kyrrð í sálina. Við ákváðum að við þyrftum aðeins léttara líf. Maður finnur það á Spáni. Í sálinni og náttúrulega ódýrara að lifa. Við höfum það svo fínt.“ Þótt upplifunin sé skemmtileg reikna þau þó með að koma á endanum heim til Íslands. Maður Unnar er forritari og getur sinnt vinnu sinni hvar sem er. Sjálf sé hún í námskeiðagerð á netinu og komi heim reglulega vegna þeirra. Auk þess séu þau á fullu í tónlist samliða og njóti lífsins. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem flugferð frá helvíti. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. Unnur var meðal fjölda Íslendinga í flugi Norwegian frá Alicante klukkan 18:45. Sólríki staðurinn á Spáni er eftirsóttur dvalarstaður Íslendinga á þessum tíma árs og var vélin full af Íslendingum á heimleið eftir jólafrí og Spánverjum á leiðinni á kaldan klaka. „Fékk að upplifa verstu flugferð lífs mín í gærkvöldi og í nótt - af hverju leggja flugfélög af stað út í óveðurs-óvissu, sérstaklega þegar þau ráða ekkert við það? Ég er enn með titr og tár - og söknuð að hafa ekki komist heim,“ sagði Unnur í færslu á Facebook. Birti hún með mynd af Flightradar 24 þar sem sjá má vélina hringsnúast yfir Reykjanesi áður en flogið var aftur frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia var flug Norwegian frá Alicante það eina sem lenti ekki á Keflavíkurflugvelli frá því eftir hádegi í gær. Enduðu á sama stað og þau byrjuðu „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ segir Unnur og segir farir sínar ekki sléttar af flugferðinni. Allir Íslendingar í vélinni hafi hrist hausinn þegar niðurstaðan hafi verið að fljúga aftur frá Íslandi. „Þau tóku bara einhverja fjóra stóra hringi yfir Keflavíkurflugvelli í óveðursókyrrð. Fólk var farið að æpa í vélinni. Þetta var ógeðslegt. Við vissum ekki neitt. Þau létu okkur ekki vita af neinu. Þetta var flugferð frá helvíti.“ Það hafi verið undarleg tilfinning að svífa svona yfir Íslandi án þess að lenda. „Maður horfði á fulla tunglið, sólina og svo var heiðskír himinn en við fundum að það var rok. Íslendingar hugsuðu samt alveg að þetta væri ekkert rosalegt veður. Íslendingarnir hristu bara hausinn. Maður er svo vanur að þurfa aðeins að bíta bara á jaxlinn og anda djúpt þegar maður er að fljúga heim.“ Unnur ásamt manni sínum Jóni Tryggva í góðu yfirlæti á Spáni.Aðsend Ákveðið var að snúa við og var næst lent í Edinborg í Skotlandi. „Þar var fjölskylda með veikt barn sem þurfti að fara frá borði. Við þurftum að bíða í vélinni í tvo tíma í Edinborg,“ segir Unnur. Þaðan hafi svo verið flogið aftur til Alicante en ekki til Íslands. „Við enduðum á sama stað og við byrjuðum eftir tólf tíma í ókyrrð í vélinni.“ Óttaðist það versta Unnur telur ljóst að flugmennirnir hjá Norwegian hafi ekki kunnað á íslenska veðráttu. Þá hafi flugþjónarnir verið mjög ófagmannlegir. „Þeir voru bara að ræða fyrir framan alla í vélinni hvað þau ættu eiginlega að gera. Svo voru þau líka með stæla,“ segir Unnur og vísar til þess þegar fólk óskaði eftir svörum hvers vegna stefnan væri tekin aftur á Alicante í staðinn fyrir að fljúga til Íslands. Aftur var lent á Alicante klukkan sex í morgun hálfum sólarhring eftir brottför. „Þau ætla að reyna að fljúga aftur til Íslands í dag,“ segir Unnur. Veðurspáin sé hins vegar enn slæm og því ekkert víst hvað verði. „Það var illa staðið að þessu á alla vegu. Það voru allir hræddir líka. Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af, og ég er ekki hrædd.“ Frestaði fluginu heim fram í mars Farþegum var boðið að þiggja far með flugi Norwegian frá Alicante í kvöld. „Þau bókuðu mig áfram í flug í kvöld en ég sagði bara nei takk. Fékk að breyta fluginu mínu frítt. Ég ætla bara að koma í mars þegar vetrardrottningin er búin að sleppa vetrartökunum á Íslandi.“ Unnur hefur verið búsett á Cabo Roig á Spáni með manninum sínum síðan í ágúst en kemur reglulega heim í vinnuferðir. „Ég ákvað að bíða aðeins með að gera það sem ég ætlaði að gera,“ segir Unnur. Þeim líður vel á Spáni. „Við erum að fíla þetta. Það er svo indælt að vera þar sem er blár himinn og enginn vindur. Ekkert áreiti af veðri. Það veitir manni svo mikla kyrrð í sálina. Við ákváðum að við þyrftum aðeins léttara líf. Maður finnur það á Spáni. Í sálinni og náttúrulega ódýrara að lifa. Við höfum það svo fínt.“ Þótt upplifunin sé skemmtileg reikna þau þó með að koma á endanum heim til Íslands. Maður Unnar er forritari og getur sinnt vinnu sinni hvar sem er. Sjálf sé hún í námskeiðagerð á netinu og komi heim reglulega vegna þeirra. Auk þess séu þau á fullu í tónlist samliða og njóti lífsins.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Veður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira