Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 18:39 Glenn Greenwald er með brasilískan ríkisborgararétt. Vefmiðill hans, The Intercept, birti eldfimar uppljóstranir um fyrrverandi dómara og dómsmálaráðherra landsins í fyrra. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013.
Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30