Slóvenía jafnaði Noreg að stigum á toppi milliriðils II með sigri á Portúgal, 24-29, í fyrsta leik dagsins.
Slóvenar færast því nær undanúrslitunum en Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast þangað.
Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en Portúgal leiddi með einu marki að honum loknum, 15-14.
Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en í stöðunni 21-21 skoraði Slóvenía þrjú mörk í röð og náði undirtökunum.
Slóvenar unnu á endanum fimm marka sigur, 24-29. Þeir fengu aðeins níu mörk á sig í seinni hálfleik.
Watch the Game Highlights from Portugal vs. Slovenia, 01/21/2020 pic.twitter.com/Cgi95wQCOH
— EHF EURO (@EHFEURO) January 21, 2020
Blaz Janc skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Jure Dolenec og Borut Mackovsek sitt hvor sex mörkin.
Andre Gomes skoraði sex mörk fyrir Portúgal og Luis Frade fjögur.