554 bíða eftir að hefja afplánun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:03 Fangelsið að Litla-Hrauni. VÍSIR/VILHELM Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira