Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 11:00 Michael Jordan gaf engan afslátt hvorki af frammistöðu sinni eða af því að pressa á frammistöðu liðsfélaga sinna hjá Chicago Bulls. Vísir/Getty Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira