Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 20:45 Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Landsvirkjun sér fram á að arðgreiðslur fyrirtækisins til eiganda síns gætu hækkað í tíu til tuttugu milljarða króna á ári á næstu tveimur til þremur árum. Afkoman er það góð að fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. Landsvirkjun hefur aldrei selt jafnmikið af raforku og í fyrra, sem vó upp lágt álverð. Niðurstaðan sem forstjórinn Hörður Arnarson kynnti fréttamönnum og fulltrúum greiningarfyrirtækja í dag er sú að ellefu milljarða króna hagnaður sé góð afkoma í krefjandi umhverfi. „Við höfum á síðustu rúmum fimm árum verið að lækka skuldir um yfir hundrað milljarða á sama tíma og við höfum verið að fjárfesta líka í nýjum virkjunum og viðhaldið okkar virkjunum mjög vel,“ segir Hörður.Í hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar hefur staða fyrirtækisins aldrei verið jafn sterk. Hreinar eignir umfram skuldir nema um 245 milljörðum króna. Sterkt eiginfjárhlutfall endurspeglast í vaxandi trausti sem fyrirtækið nýtur á erlendum lánamörkuðum, segir forstjórinn. Þá stefnir í að Landsvirkjun verði með tvær virkjanir í smíðum á sama tíma, sem ekki hefur áður gerst, Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun 2. Hörður segir Landsvirkjun gera ráð fyrir að byggja þær báðar án þess að skuldir aukist, með framlögum úr rekstri, og jafnvel þannig að skuldir lækki. Jafnframt sér fyrirtækið fram á að geta stóraukið arðgreiðslur. „Miðað við varfærnar forsendur þá teljum við að eftir 2-3 ár gætum við aukið arðgreiðslurnar. Við höfum verið að borga undanfarin ár um einn og hálfan milljarð, sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun. En okkar mat er að þetta gæti farið upp í 10-20 milljarða á ári,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Forstjóri Landsvirkjunar sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík til að bæta samningsstöðu sína. 17. desember 2015 20:00
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34