Sér ekki eftir neinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 11. apríl 2015 06:00 Gunnar Nielsen leikur með Stjörnunni í sumar. Hér er hann með þjálfara Garðabæjarliðsins, Rúnari Páli Sigmundssyni. Vísir/Stefán Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, vill sýna sig og sanna upp á nýtt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hann samdi nýverið við liðið og hefur nú hafið æfingar í Garðabænum. Hann var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað til Stjörnunnar,“ sagði Gunnar sem er hálfur Íslendingur en móðir hans er frá Siglufirði. Gunnar ólst þó upp í Færeyjum en hefur margsinnis heimsótt Ísland. Þessi 28 ára gamli markvörður á langan feril að baki og hefur verið á mála hjá bæði Blackburn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Þar fékk hann hins vegar fá tækifæri en varð fyrsti Færeyingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn á fyrir Shay Given í leik City gegn Arsenal árið 2010. En tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það var ekki fyrr en hann samdi við Motherwell í Skotlandi árið 2013 að hann fékk að spila reglulega. En samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði og vildi hann ekki greina frá ástæðum þess. „Ég veit að ég hef átt skrýtinn feril og þegar maður ákveður að semja við stór lið eins og Blackburn og Manchester City er áhættan vissulega sú að það sé erfitt að komast í liðið. En mér fannst að ég yrði að segja já þegar maður fær tækifæri sem þetta,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað vil ég spila meira og nýta þau tækifæri sem ég fæ. En það er margt sem getur skemmt fyrir, eins og meiðsli, sérstaklega þegar maður er hjá stórum félögum.“ Hann vill sanna sig hjá Stjörnunni og veit að gott gengi á Íslandi getur leitt til þess að stór erlend félög fylgist með honum. „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni. Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak,“ segir Gunnar en hann samdi við Stjörnuna út tímabilið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Gunnar Nielsen, landsliðsmarkvörður Færeyja, vill sýna sig og sanna upp á nýtt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hann samdi nýverið við liðið og hefur nú hafið æfingar í Garðabænum. Hann var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í gær. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað til Stjörnunnar,“ sagði Gunnar sem er hálfur Íslendingur en móðir hans er frá Siglufirði. Gunnar ólst þó upp í Færeyjum en hefur margsinnis heimsótt Ísland. Þessi 28 ára gamli markvörður á langan feril að baki og hefur verið á mála hjá bæði Blackburn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Þar fékk hann hins vegar fá tækifæri en varð fyrsti Færeyingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn á fyrir Shay Given í leik City gegn Arsenal árið 2010. En tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það var ekki fyrr en hann samdi við Motherwell í Skotlandi árið 2013 að hann fékk að spila reglulega. En samningi hans við félagið var rift í síðasta mánuði og vildi hann ekki greina frá ástæðum þess. „Ég veit að ég hef átt skrýtinn feril og þegar maður ákveður að semja við stór lið eins og Blackburn og Manchester City er áhættan vissulega sú að það sé erfitt að komast í liðið. En mér fannst að ég yrði að segja já þegar maður fær tækifæri sem þetta,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað vil ég spila meira og nýta þau tækifæri sem ég fæ. En það er margt sem getur skemmt fyrir, eins og meiðsli, sérstaklega þegar maður er hjá stórum félögum.“ Hann vill sanna sig hjá Stjörnunni og veit að gott gengi á Íslandi getur leitt til þess að stór erlend félög fylgist með honum. „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni. Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak,“ segir Gunnar en hann samdi við Stjörnuna út tímabilið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira