Enski boltinn

Heiðursmannasamkomulag hjá Mourinho og Woodward

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho knúsar hinn brasilíska Ronaldo á vellinum í Mílanó um helgina.
Mourinho knúsar hinn brasilíska Ronaldo á vellinum í Mílanó um helgina. vísir/getty
Það er ekkert lát á þeim sögum að Jose Mourinho sé á leið til Man. Utd.

Manchester Evening News hefur nú greint frá því að Mourinho telji sig hafa náð heiðursmannasamkomulagi við Ed Woodward, framkvæmdastjóra United, um að taka við liðinu.

Portúgalinn er ekki búinn að skrifa undir neina pappíra samkvæmt fréttinni. Hann bíður bara eftir því að taka við taumunum af Louis van Gaal.

United hefur þráast við að reka Van Gaal þó svo það hafi gengið illa hjá félaginu í vetur og félagið er að missa af Meistaradeildar-lestinni sem þýðir mikið tekjutap.

Mourinho er auðvitað atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea fyrr í vetur. Hann skellti sér til Mílanó um síðustu helgi til þess að sjá sitt gamla lið, Inter. Hann tók þó skýrt fram að hann væri ekki að fara að taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×