„Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:00 Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Íslenskir neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir að taka valdið í sínar hendur segir Rakel Garðarsdóttir. Að hennar mati skýrir vanafesta fólks þetta að hluta, fólk heldur áfram að versla eða kaupa þjónustu af þeim aðilum sem það er vant að versla við. Mögulega er þetta að breytast segir Breki Karlsson sem telur að þau fjársterku fyrirtæki sem hættu við hlutabótaleiðina á dögunum hafi gert það af hræðslu við neytendur. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um siðferði fyrirtækja: Skiptir ásýnd siðferðis fyrirtækja máli eða eiga hlutirnir til að gleymast fljótt, hver er hlutur neytenda og hvað segja fræðin um nýjustu rannsóknir og þróun viðskiptasiðferðis? Í þessari annarri grein af þremur beinum við spjótum okkar að neytendum. Álitsgjafar eru Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Rakel Garðarsdóttir stofnandi samtakanna Vakandi. Erindið sem beint var til þeirra var eftirfarandi: „Reglulega spretta upp umræður og gagnrýni um siðferði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Umræðurnar fara mikið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurt er: Telur þú íslenska neytendur stýra neysluvenjum/kauphegðun eitthvað í takt við þessa umræðu eða eru fréttir líðandi stundar bara eitthvað sem síðan gleymist án afleiðinga fyrir fyrirtæki/framleiðendur? Hættu við af hræðslu við neytendur Breki KarlssonVísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna: „Ég hef fulla trú á því að fólk muni hvernig stjórnendur fyrirtækja haga sér og hvernig fyrirtækjum er beitt, bæði á ábyrgan og óábyrgan hátt. Og ég er viss um að neytendur láta fyrirtæki njóta, eða gjalda hegðunarinnar. Þó að í fortíðinni séu vissulega dæmi um annað, þá eru tímarnir sem betur fer að breytast. Til dæmis hættu nýverið nokkur fyrirtæki við að þiggja aðstoð úr almannasjóðum vegna þess að fólki blöskraði. Það verður ekki annað séð en þau hafi gert það af hræðslu við að fólk myndi sniðganga þau. Af því má leiða að stjórnendurnir hafi óttast að viðskiptavinir þeirra myndu snúa sér annað. Traust í viðskiptum er afar mikilvægt. Það er áunnið í verki en ekki með innihaldslausum orðum. Ég er fullviss um að grænþvottur, það er þegar fyrirtæki láta líta út fyrir að vera umhverfisvæn eða samfélagslega ábyrg en eru það ekki, muni á endanum koma fyrirtækjum í koll. Fyrst og fremst þurfa fyrirtæki að gera rétt, vera heiðarleg og sanngjörn við viðskiptavini sína og samfélagið okkar allra,“ segir Breki. „Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri um vald sitt“ „Neytendasamtökunum berast um þessar mundir gífurlegur fjöldi kvartana vegna fyrirtækja sem fara á svig við lög, virða ekki réttindi viðskiptavina sinna eða virða þá jafnvel ekki viðlits. Það á meðal eru ferðaskrifstofur, flugfélög, líkamsræktarstöðvar og námskeiðshaldarar, svo einhver séu nefnd. Auðvitað hafa allflestir skilning á stöðu mála, en þó að á móti blási verða allir að fara að lögum, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Til dæmis er meginregla að ekki megi innheimta gjald fyrir þjónustu nema að hún sé veitt. Neytendur munu hætta að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem sýna fólki lítilsvirðingu eða brjóta á þeim. Þannig snúast viðskipti um samskipti og traust. Ansi fáir sem myndu vilja vera í samskiptum við aðila sem svíkja stöðugt og pretta. Við neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri um vald sitt og samtakamátt. Því er ég viss um að fólk muni í ríkara mæli beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem sýna gott siðferði og samfélagslega ábyrgð á borði, en ekki bara í orði.“ Tuðum á kaffihúsum og á samfélagsmiðlum Rakel GarðarsdóttirVísir/Vilhelm Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi: „Íslenskir neytendur eru yfirleitt duglegir að láta hátt að sér kveða á kaffistofum og á samfélagsmiðlum en fylgja oftast ekki því sem þeir eru að tala um. Mörg dæmi eru um það á Íslandi að brotið hafi verið á neytendum og eða þeir séu ranglega upplýstir. Oft er það nánast glæpsamalegt athæfi fyrirtækja sem upplýsist í fjölmiðlum, allt fer á hliðina á samfélagsmiðlum þann daginn, en svo virðist allt falla í dúnalogn. Ég tel að það séu nokkrar ástæður fyrir því hversu léleg við á Íslandi erum að passa upp á okkar rétt. Fyrir það fyrsta erum við rosalega vanaföst. Við erum vön að versla ákveðna vöru eða versla við ákveðið fyrirtæki. Svo þegar upp kemst um að það fyrirtæki hafi jafnvel svindlað á okkur eða að vara sé ekki framleidd eins og sagt er að hún sé, hefur það afskaplega litlar afleiðingar. Það er oftast buddan sem stýrir vali okkar en ekki siðgæði. Það er að við veljum að versla þar sem það er ódýrast og lítum framhjá siðgæði. Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er,“ segir Rakel. „Búin að gleyma því þegar við förum næst út í búð“ Oftar en ekki sannast hið fornkveðna að illt umtal er betra en ekkert og hefur það oftar en ekki gerst að þegar fyrirtæki fær neikvæða umfjöllun eða að umræða skapast um til dæmis slæman aðbúnað dýra að þá eykst salan. Þrátt fyrir að fá við fáum fréttir og myndefni um að það sé verið að fara mjög illa með lifandi dýr, þá virðist sem við séum búin að gleyma því þegar við förum næst út í búð. Það er áhugavert að hegðun okkar er aðeins örðuvísi ef það snertir heilsuna. Í þau skipti sem upp hefur komið umræða um að matareitrun er eins og neytendur taki við sér, þ.e. þar sem það getur persónulega haft mikil áhrif á heilsu okkar. Slík umræða oft haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir eigendur sem hafa þurft að loka fyrirtækjum sínum í kjölfarið. En ef það er verið að stela af okkur pening, pynta dýr eða eitra jarðveginn er eins og það komi okkur ekki við, nema rétt svona á meðan að fréttaflutningurinn á sér stað,“ segir Rakel. Neytendur Stjórnun Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Íslenskir neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir að taka valdið í sínar hendur segir Rakel Garðarsdóttir. Að hennar mati skýrir vanafesta fólks þetta að hluta, fólk heldur áfram að versla eða kaupa þjónustu af þeim aðilum sem það er vant að versla við. Mögulega er þetta að breytast segir Breki Karlsson sem telur að þau fjársterku fyrirtæki sem hættu við hlutabótaleiðina á dögunum hafi gert það af hræðslu við neytendur. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um siðferði fyrirtækja: Skiptir ásýnd siðferðis fyrirtækja máli eða eiga hlutirnir til að gleymast fljótt, hver er hlutur neytenda og hvað segja fræðin um nýjustu rannsóknir og þróun viðskiptasiðferðis? Í þessari annarri grein af þremur beinum við spjótum okkar að neytendum. Álitsgjafar eru Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Rakel Garðarsdóttir stofnandi samtakanna Vakandi. Erindið sem beint var til þeirra var eftirfarandi: „Reglulega spretta upp umræður og gagnrýni um siðferði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Umræðurnar fara mikið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurt er: Telur þú íslenska neytendur stýra neysluvenjum/kauphegðun eitthvað í takt við þessa umræðu eða eru fréttir líðandi stundar bara eitthvað sem síðan gleymist án afleiðinga fyrir fyrirtæki/framleiðendur? Hættu við af hræðslu við neytendur Breki KarlssonVísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna: „Ég hef fulla trú á því að fólk muni hvernig stjórnendur fyrirtækja haga sér og hvernig fyrirtækjum er beitt, bæði á ábyrgan og óábyrgan hátt. Og ég er viss um að neytendur láta fyrirtæki njóta, eða gjalda hegðunarinnar. Þó að í fortíðinni séu vissulega dæmi um annað, þá eru tímarnir sem betur fer að breytast. Til dæmis hættu nýverið nokkur fyrirtæki við að þiggja aðstoð úr almannasjóðum vegna þess að fólki blöskraði. Það verður ekki annað séð en þau hafi gert það af hræðslu við að fólk myndi sniðganga þau. Af því má leiða að stjórnendurnir hafi óttast að viðskiptavinir þeirra myndu snúa sér annað. Traust í viðskiptum er afar mikilvægt. Það er áunnið í verki en ekki með innihaldslausum orðum. Ég er fullviss um að grænþvottur, það er þegar fyrirtæki láta líta út fyrir að vera umhverfisvæn eða samfélagslega ábyrg en eru það ekki, muni á endanum koma fyrirtækjum í koll. Fyrst og fremst þurfa fyrirtæki að gera rétt, vera heiðarleg og sanngjörn við viðskiptavini sína og samfélagið okkar allra,“ segir Breki. „Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri um vald sitt“ „Neytendasamtökunum berast um þessar mundir gífurlegur fjöldi kvartana vegna fyrirtækja sem fara á svig við lög, virða ekki réttindi viðskiptavina sinna eða virða þá jafnvel ekki viðlits. Það á meðal eru ferðaskrifstofur, flugfélög, líkamsræktarstöðvar og námskeiðshaldarar, svo einhver séu nefnd. Auðvitað hafa allflestir skilning á stöðu mála, en þó að á móti blási verða allir að fara að lögum, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Til dæmis er meginregla að ekki megi innheimta gjald fyrir þjónustu nema að hún sé veitt. Neytendur munu hætta að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem sýna fólki lítilsvirðingu eða brjóta á þeim. Þannig snúast viðskipti um samskipti og traust. Ansi fáir sem myndu vilja vera í samskiptum við aðila sem svíkja stöðugt og pretta. Við neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri um vald sitt og samtakamátt. Því er ég viss um að fólk muni í ríkara mæli beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem sýna gott siðferði og samfélagslega ábyrgð á borði, en ekki bara í orði.“ Tuðum á kaffihúsum og á samfélagsmiðlum Rakel GarðarsdóttirVísir/Vilhelm Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi: „Íslenskir neytendur eru yfirleitt duglegir að láta hátt að sér kveða á kaffistofum og á samfélagsmiðlum en fylgja oftast ekki því sem þeir eru að tala um. Mörg dæmi eru um það á Íslandi að brotið hafi verið á neytendum og eða þeir séu ranglega upplýstir. Oft er það nánast glæpsamalegt athæfi fyrirtækja sem upplýsist í fjölmiðlum, allt fer á hliðina á samfélagsmiðlum þann daginn, en svo virðist allt falla í dúnalogn. Ég tel að það séu nokkrar ástæður fyrir því hversu léleg við á Íslandi erum að passa upp á okkar rétt. Fyrir það fyrsta erum við rosalega vanaföst. Við erum vön að versla ákveðna vöru eða versla við ákveðið fyrirtæki. Svo þegar upp kemst um að það fyrirtæki hafi jafnvel svindlað á okkur eða að vara sé ekki framleidd eins og sagt er að hún sé, hefur það afskaplega litlar afleiðingar. Það er oftast buddan sem stýrir vali okkar en ekki siðgæði. Það er að við veljum að versla þar sem það er ódýrast og lítum framhjá siðgæði. Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er,“ segir Rakel. „Búin að gleyma því þegar við förum næst út í búð“ Oftar en ekki sannast hið fornkveðna að illt umtal er betra en ekkert og hefur það oftar en ekki gerst að þegar fyrirtæki fær neikvæða umfjöllun eða að umræða skapast um til dæmis slæman aðbúnað dýra að þá eykst salan. Þrátt fyrir að fá við fáum fréttir og myndefni um að það sé verið að fara mjög illa með lifandi dýr, þá virðist sem við séum búin að gleyma því þegar við förum næst út í búð. Það er áhugavert að hegðun okkar er aðeins örðuvísi ef það snertir heilsuna. Í þau skipti sem upp hefur komið umræða um að matareitrun er eins og neytendur taki við sér, þ.e. þar sem það getur persónulega haft mikil áhrif á heilsu okkar. Slík umræða oft haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir eigendur sem hafa þurft að loka fyrirtækjum sínum í kjölfarið. En ef það er verið að stela af okkur pening, pynta dýr eða eitra jarðveginn er eins og það komi okkur ekki við, nema rétt svona á meðan að fréttaflutningurinn á sér stað,“ segir Rakel.
Neytendur Stjórnun Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Það er aðeins hægt að kaupa sér jákvæða ásýnd siðferðis til skamms tíma segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Háskóla Íslands meðal annars í viðtali um viðskiptasiðferði, þróun, mælingar, hlutdeild stjórna í þeim efnum og fleira. 13. maí 2020 13:00
Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00