Sport

Sportið í dag: Formaður FRÍ, Rúnarssynir, Arnór Atla, Lovísa og hestar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fara um víðan völl í Sportinu í dag. Þátturinn hefst að venju klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, sest í stólinn og fer yfir málefni hreyfingarinnar. 

Handboltabræðurnir Sigtryggur Daði og Andri Már Rúnarssynir verða í viðtali en þeir eru komnir í ný lið. 

Arnór Atlason, nýráðinn þjálfari danska U-18 ára landsliðsins, verður á línunni. 

Einnig verður rætt við Lovísu Björt Henningsdóttur körfuboltakona og Telma Tómasson segir okkur frá lokamóti Equsana-deildarinnar í hestaíþróttum sem verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×