Erlent

Sanders líklegastur í New Hampshire

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Svona gætu úrslitin orðið í New Hampshire.
Svona gætu úrslitin orðið í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn

Íbúar New Hampshire í Bandaríkjunum greiða atkvæði í dag í prófkjöri bæði Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningarnar þar í landi. Trump forseti á sigurinn vísan hjá Repúblikönum en mun meiri spenna er hjá Demókrötum.

New Hampshire er annað ríkið til þess að greiða atkvæði í prófkjörinu. Iowa reið á vaðið í síðustu viku og voru Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður í efstu sætunum.

Tölur eiga að berast eftir miðnætti í kvöld en hafa reyndar þegar borist frá þremur þorpum í ríkinu þar sem allir á kjörskrá höfðu greitt atkvæði í nótt. Um tæp þrjátíu atkvæði er þar að ræða og fékk Amy Klobuchar öldungadeildarþingmaður flest.

Skoðanakannanir hafa sýnt þessa stöðu undanfarna daga. Sanders efstur og Buttigieg annar. Á eftir koma svo öldungadeildarþingmennirnir Amy Klobuchar og Elizabeth Warren sem og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×