Prikið áfram vegan: Enginn munur á að leggja sér svín eða hund til munns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:48 Veitingastaður Priksins, B12, dregur nafn sitt af vítamíninu og staðsetningu Priksins, Bankastræti 12. Vísir/vilhelm Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira