Gerði grín að goðsögnum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 16:30 Ian Rush og Sir Kenny Dalglish. Getty/Stephen McCarthy Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992. Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992.
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira