Kórónaveiran ógnar sumarferð Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 20:45 Marcus Rashford og félagar í Manchester United vita ekki hvert þeir fara í æfingaferð næsta sumar. Getty/Simon Stacpoole Æfingaferð Manchester United í sumar er í uppnámi vegna útbreiðslu Kórónaveirunnar í Kína en United ætlaði að fara í Asíuferð á undirbúningstímabilinu í ár. Viðræður um æfingaferðina voru komnar af stað en Manchester United hefur nú gert hlé á þeim samkvæmt frétt hjá ESPN. Útbreiðsla Kórónaveirunnar er þar aðalástæðan en yfir þúsund manns hafa látist af hennar völdum í Kína. Forsvarsmenn heilbrigðismála í Kína hefur gengið illa að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og allur heimurinn er á varðbergi á meðan Kórónaveiran er á ferðinni. Manchester United ætlaði sér að koma við í borgunum Peking, Shanghæ og Shenyang en í þeim öllum er félagið að opna skemmtimiðstöðvar sem munu snúast um Manchester United. Allar eiga þær að opna fyrir árslok. Man #United preseason plans affected by coronavirus - sources - ESPN#ManUtd#Premier_Leaguehttps://t.co/44Sue25Ozn— 90 Minutes Football News (@footy90com) February 10, 2020 Félagið hafði ekki gengið frá neinu í þessum viðræðum en vitað var af áhuga United á að spila þessa æfingaleiki í Asíu og Indlandi í júlímánuði áður en enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik 8. ágúst. Manchester United fór til Singapúr og Shanghæ síðasta sumar og fór líka í tveggja leikja ferð til Kína árið 2016. Manchester United er eins og fleiri stór evrópsk félög að reyna að sækja inn á markaðina í Asíu. Félagið bauð þannig í áhorfendapartý í Shenzhen í janúar þar sem stuðningsmenn United á svæðinu komu saman til að horfa á 4-0 sigur liðsins á Norwich. Partýið var haldið undir merkjum „I Love United“ herferðarinnar eða „Ég elska United“ upp á íslensku. Manchester United ætlar nú að bíða og sjá til áður ákveðið verður hvert United liðið fer í sumar. United hefur farið til Bandaríkjanna á fjórum af síðustu sex sumrum og það verður líklegri áfangastaður með hverjum degi sem tekst ekki að hemja útbreiðslu Kórónaveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Æfingaferð Manchester United í sumar er í uppnámi vegna útbreiðslu Kórónaveirunnar í Kína en United ætlaði að fara í Asíuferð á undirbúningstímabilinu í ár. Viðræður um æfingaferðina voru komnar af stað en Manchester United hefur nú gert hlé á þeim samkvæmt frétt hjá ESPN. Útbreiðsla Kórónaveirunnar er þar aðalástæðan en yfir þúsund manns hafa látist af hennar völdum í Kína. Forsvarsmenn heilbrigðismála í Kína hefur gengið illa að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og allur heimurinn er á varðbergi á meðan Kórónaveiran er á ferðinni. Manchester United ætlaði sér að koma við í borgunum Peking, Shanghæ og Shenyang en í þeim öllum er félagið að opna skemmtimiðstöðvar sem munu snúast um Manchester United. Allar eiga þær að opna fyrir árslok. Man #United preseason plans affected by coronavirus - sources - ESPN#ManUtd#Premier_Leaguehttps://t.co/44Sue25Ozn— 90 Minutes Football News (@footy90com) February 10, 2020 Félagið hafði ekki gengið frá neinu í þessum viðræðum en vitað var af áhuga United á að spila þessa æfingaleiki í Asíu og Indlandi í júlímánuði áður en enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik 8. ágúst. Manchester United fór til Singapúr og Shanghæ síðasta sumar og fór líka í tveggja leikja ferð til Kína árið 2016. Manchester United er eins og fleiri stór evrópsk félög að reyna að sækja inn á markaðina í Asíu. Félagið bauð þannig í áhorfendapartý í Shenzhen í janúar þar sem stuðningsmenn United á svæðinu komu saman til að horfa á 4-0 sigur liðsins á Norwich. Partýið var haldið undir merkjum „I Love United“ herferðarinnar eða „Ég elska United“ upp á íslensku. Manchester United ætlar nú að bíða og sjá til áður ákveðið verður hvert United liðið fer í sumar. United hefur farið til Bandaríkjanna á fjórum af síðustu sex sumrum og það verður líklegri áfangastaður með hverjum degi sem tekst ekki að hemja útbreiðslu Kórónaveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira